Dóra Björt og Sævar eiga von á barni

Sævar Ólafsson og Dóra Björt eiga von á barni saman.
Sævar Ólafsson og Dóra Björt eiga von á barni saman.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og kærasti hennar íþróttafræðingurinn Sævar Ólafsson eiga von á barni saman á næsta ári. Dóra greindi frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum í gær. 

Dóra og Sævar hnutu um hvort annað á síðasta ári og greindi Dóra frá sambandinu í lok síðasta árs. 

„Vorboðinn verður extra ljúfur 2022,“ skrifaði Dóra við mynd af þeim Sævari með sónarmynd. Þetta er fyrsta barn þeirra Dóru og Sævars saman en fyrir á hann eitt barn.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju! 

mbl.is