Dóttir Jimmy Allen hætt komin

Jimmy Allen með litlu dóttur sína, Zöru, í fanginu á …
Jimmy Allen með litlu dóttur sína, Zöru, í fanginu á sjúkrahúsinu. Skjáskot/Instagram

Bandaríski tónlistarmaðurinn Jimmy Allen og eiginkona hans, Alexis Allen, eignuðust sína aðra dóttur fyrir rúmlega mánuði síðan. Um liðna helgi opnuðu þau sig um martröð sem þau lentu í á dögunum þegar rúmlega mánaðargömul dóttir þeirra var hætt komin þegar hún átti erfitt með að anda.

Litla stúlkan, sem hefur fengið nafnið Zara James Allen, var lögð inn á sjúkrahús í síðustu viku eftir að hafa verið með mikinn hita og hósta. Alexis deildi langri færslu á Instagram þar sem hún skýrir frá því sem átti sér stað. Page Six greindi frá.

Mátti ekki miklu muna

„Við ákváðum að taka rútuna til Nashville til þess að vera nær fjölskyldunni því Jimmy átti annasama viku. Zara hafði sofið alla rútuferðina og þegar við vorum komnar á leiðarenda vaknar hún skyndilega upp í hóstakasti sem varði í sirka 10 mínútur. Ég ákvað að kveikja á sturtunni til að láta gufuna hjálpa til við að opna öndunarveginn, prófaði að nudda bringuna - ekkert virtist virka,“ rifjaði Alexis upp. Nokkrum mínútum síðar virtist Zara litla vera að lognast út af í fangi móður sinnar. „Um klukkan 22:30 finn ég enga hreyfingu og húðlitur Zöru breyttist. Ég hringi strax í neyðarlínuna. Erfiðasta korter lífs míns! Barnið mitt var orðið svo þreytt,“ sagði hún jafnframt.

Alexis segir að bráðaliðar hafi bjargað lífi dóttur þeirra og að hún sé svo þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Hún sé nú öll að braggast og er komin úr öndunarvél. RS-veiran hafði lagst svo illilega á öndunarfæri litlu stúlkunnar en algengt er að þetta veiruafbrigði leggist verr á börn undir sex mánaða aldri. „Ég er svo þakklát fyrir að fá að halda áfram að vera mamma Zöru,“ sagði Alexis.     

View this post on Instagram

A post shared by Lexi Allen (@lexmarieallen) 

mbl.is