Messi og synirnir í stíl á Gullboltanum

Lionel Messi og Antonela Roccuzzo ásamt sonum sínum Ciro, Mateo …
Lionel Messi og Antonela Roccuzzo ásamt sonum sínum Ciro, Mateo og Thiago. AFP

Fótboltamaðurinn Lionel Messi og eiginkona hans Antonela Roccuzzo tóku syni sína þrjá með á afhendingu Gullboltans í París í Frakklandi í gær. Synirnir voru í stíl við pabba en allir klæddust þeir svörtum, glitrandi jökkum og voru með þverslaufu. 

Þeir Thiago, Mateo og Ciro voru án efa krúttlegustu gestir kvöldsins og fögnuðu þegar pabbi þeirra fékk Gullboltann í sjöunda skipti. 

Thiago er elstur en hann er níu ára gamall, Mateo er þremur árum yngri eða sex ára og Ciro litli er svo þremur árum yngri en Mateo er því aðeins þriggja ára. Þeir stóðu sig þó allir vel á hátíðinni og stilltu sér upp með foreldrunum.

Þrjú ár eru á milli drengjanna.
Þrjú ár eru á milli drengjanna. AFP
mbl.is