Hlaut skurð á nef eftir dótturina

Feðginin Harper og David Beckham.
Feðginin Harper og David Beckham. Skjáskot/instagram

Fyrrverandi fótboltamaðurinn David Beckham deildi mynd af blóðugu nefi sínu í sögu á Instagram í vikunni en áverkarnir voru tilkomnir vegna kitlustríðs sem hann átti í við dóttur sína, Harper Beckham, sem er tíu ára gömul.

„Áminning: Þegar þú kitlar dóttur þína ekki setja nefið þitt nálægt munni hennar,“ sagði hann við myndbirtinguna. En óvíst er hvort Harper hafi af ásettu ráði bitið föður sinn eða hvort að um óhapp hafi verið að ræða þannig að feðginin hafi skollið saman með fyrrgreindum afleiðingum. 

Harper er yngsta barn Beckham-hjónanna og jafnfræmt eina dóttir þeirra en einnig eiga þau synina Brooklyn, 22 ára, Romeo, 19 ára og Cruz, 16 ára. 

Það stór sér á David Beckham eftir kitlustríð við dótturina.
Það stór sér á David Beckham eftir kitlustríð við dótturina. Skjáskot/Instagram
mbl.is