Jóhanna Guðrún birtir fyrstu óléttumyndina

Jóhanna Guðrún birti fyrstu óléttumyndina á Instagram í gær.
Jóhanna Guðrún birti fyrstu óléttumyndina á Instagram í gær.

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir birti fyrstu óléttumyndina af sér á Instagram í gær. Söngkonan geislar á myndinni en hún gengur nú með sitt þriðja barn. 

„Happy singing bee,“ skrifaði Jóhanna við myndina en eins og hjá flestum tónlistarmönnum þessa lands er mikið að gera hjá henni fyrir jólin. Á síðasta ári gaf hún út jólaplötuna Jól með Jóhönnu og efndi til útgáfutónleika síðastliðin sunnudag. 

Jóhanna á von á barninu með kærasta sínum Ólafi Friðriki Ólafssyni en þau tóku aftur saman fyrr á þessu ári.

mbl.is