Tvíburarnir orðnir 17 ára

Fjölskyldan saman á góðri stundu.
Fjölskyldan saman á góðri stundu. Skjáskot/Instagram

Fyrr í vikunni fagnaði bandaríska leikkonan, Julia Roberts, 17 ára afmæli tvíbura sinna, Hazel og Phinnaeus Moder, sem hún á með eiginmanni sínum til 20 ára, kvikmyndatökumanninum Daniel Moder. 

Leikkonan deildi gamalli mynd af sér með tvíburunum nýfæddum, en þeir fæddust árið 2004. Það er alltaf jafn mikið sjokk fyrir foreldra þegar börn þeirra nálgast sjálfræðisaldur og nú eru tvíburarnir aðeins ári frá því. Fréttamiðillinn People greindi frá.

„17 ár af sætustu árum ævinnar,“ skrifaði Roberts við myndina. En ásamt tvíburunum eiga hjónin einnig soninn Henry Daniel, 14 ára. mbl.is