Erna og Bassi eiga von á tveimur drengjum

Mikil hamingja hjá þeim Ernu Kristínu og Bassa.
Mikil hamingja hjá þeim Ernu Kristínu og Bassa. Skjáskot/Instagram

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an og guðfræðing­ur­inn Erna Krist­ín Stef­áns­dótt­ir og sam­býl­ismaður henn­ar, Bassi Ólafs­son, eiga von á tveimur drengjum. Erna greindi frá því í nóvember að þau ættu von á tvíburum og í gær greindi hún frá líffræðilegum kynjum tvíburanna. 

„Tveir litlir Bassar á leiðinni,“ skrifaði Erna á Instagram. „10 af 10 úr skoðun á börnum & móður. Allt það sem skiptir máli í stóra samhenginu.“

Þau greindu frá kynjum barnanna með því að sprengja blöðru. Í stað þess að notast við hefðbundna kynjaliti á borð við bleikan og bláan völdu þau silfur og gull, silfur fyrir stráka og gull fyrir stelpur. Í ljós kom silfur og sagði Erna að þau gætu ekki beðið eftir silfurdrengjunum sem væru væntanlegir í apríl. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert