Tók fimm mánaða soninn með á tónleika

Söngkonan Halsey ásamt syni sínum Ender Ridley.
Söngkonan Halsey ásamt syni sínum Ender Ridley. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Halsey kynnti tæplega fimm mánaða son sinn, Ender Ridley, fyrir vinum sínum í suðurkóreska strákabandinu Bangtan Boys í síðustu viku. Bangtan Boys eru á sínu fjórða alþjóðlega tónleikaferðalagi sem ber yfirskriftina Permission To Dance (Leyfi til að dansa).

Halsey deildi myndum af fyrstu kynnum þeirra og kallar meðlimi hljómsveitarinnar, sem gengur einnig undir skammstöfuninni BTS, frændahóp sonar síns. Samkvæmt frétt frá Daily Mail mætti hún með barnið á tónleika BTS sem fram fóru fyrir fullri tónleikahöll í Los Angeles. 

„Margir hafa velt samstarfi okkar fyrir sér,“ er haft eftir Halsey í kjölfar frammistöðu þeirra á Billboard-verðlaunahátíðinni árið 2019. „Fólk er forvitið því augljóslega eru þeir frá Kóreu og ég frá Bandaríkjunum en við höfum sannað það að tungumálaörðugleikar og aðrar hindranir skipta í rauninni ekki miklu máli þegar hópur ungs fólks sem á það sameiginlegt að elska tónlist kemur saman.“

Vinátta Halsey og Bangtan Boy-piltanna nær aftur til ársins 2017. Síðan þá hafa þau gefið út fjölmörg lög saman og unnið saman á margan hátt. Litli drengurinn, Ender Ridley, kemur því til með að eiga marga skáfrændur uppi í erminni þegar hann vex og dafnar.   

View this post on Instagram

A post shared by halsey (@iamhalsey)

mbl.is