Borissa, Charlotte eða Maggie?

Boris og Carrie Johnson hafa ekki enn opinberað nafn dóttur …
Boris og Carrie Johnson hafa ekki enn opinberað nafn dóttur sinnar. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og eiginkona hans Carrie Johnson eignuðust dóttur í gær. Breska þjóðin getur nú veðjað á hvað litla stúlkan muni heita en á meðal nafna sem breskur almenningur hefur þegar giskað á eru nöfnin Borissa, Charlotte, Maggie, Josephine og Sephira. 

Flest telja að litla stúlkan verði nefnd Charlotte, eftir móður Johnsons. Aðrir telja nafnið Maggie líklegra og að Johnson nefni hana þá eftir forvera sínum í starfi, Margaret Thatcher. Josephine og Sephira eru einnig ofarlega á lista. 

Breska þjóðin er þekkt fyrir einstakt skopskyn sitt og hafa einhverjir veðjað á nafnið Borissa. Þá hefur nafnið Allegra einnig borið á góma, en það væri eftir Allegru Stratton, fyrrum talsmanns Johnsons sem neyddi til að segja af sér í vikunni vegna myndbands þar sem hún sást grínast um jólaveislu sem haldin var í Downingstræti 10 fyrir síðustu jól. 

Stúlkan litla sem enn hefur ekki fengið nafn er sjöunda barn Johnsons en annað barn þeirra hjóna saman. Fyrir eiga þau soninn Wilfred. Sá stutti heitir fullu nafni Wilfred Lawrie Nicholas John­son. Nafnið Wilfred er eftir afa Borisar, Lawrie eftir afa Carrie og Nicholas eftir læknunum sem önnuðust Boris þegar hann veiktist af kórónuveirunni.

Önnur börn Johnson heita Lara, Milo, Theodore, Cassia og Stephanie.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert