Fæddist ekki á bensínstöð

Chrishell Stause.
Chrishell Stause. AFP

Fasteignasalinn Chrishell Stause úr raunveruleikaþáttunum Selling Sunset segist ekki hafa komið í heiminn á Shell-bensínstöð. Stause segir þetta vera misskilning en bensínstöðin kemur hins vegar fyrir í fæðingarsögu hennar.

„Ég fæddist ekki á Shell-stöð. Mér finnst leitt að valda þeim vonbrigðum sem héldu það,“ sagði Stause í viðtali við Vulture. Móðir Stause fór af stað á Shell-stöð. 

„Mamma var að láta gera við bílinn og starfsmaður á stöðinni var að hjálpa henni og róa hana niður. Hún gat auðvitað ekki keyrt á spítalann svo sjúkrabíll kom. Ég komst á spítalann, en hún vildi nefna mig eftir honum,“ sagði Stause og átti þar við starfsmanninn sem hjálpaði móður hennar. Starfsmaðurinn hét Chris. Móðir hennar límdi því nafnið Chris og bensínstöðvarnafnið saman og úr varð Chrishell. 

Chrishell Stause fæddist á spítala.
Chrishell Stause fæddist á spítala. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert