Vonast til að Jolie fyrirgefi sér

Angelina Jolie og Brad Pitt þegar þau voru saman.
Angelina Jolie og Brad Pitt þegar þau voru saman. AFP

Deilur fyrrverandi hjónanna Brads Pitts og Angelinu Jolie ætla engan enda að taka. Hjónin greindu frá skilnaði sínum fyrir fimm árum. Þau hafa staðið í erfiðri forræðisdeilu í mörg ár sem enn sér ekki fyrir endann á. Vonast Pitt hins vegar til þess að samband hans og barnsmóður hans verði betra í náinni framtíð. 

„Brad vonast til þess að einn daginn finni hann og Angelina leið til þess að fyrirgefa hvort öðru og halda áfram að minnsta kosti fyrir börnin,“ sagði heimildarmaður Us Weekly. Segir hann að leikarinn þoli ekki hatrið á milli þeirra. 

Hjónin fengu formlega skilnað árið 2019 en þau hættu saman í september árið 2019. Hjónin deila enn um börnin þeirra en þau eiga saman sex börn. Drengirnir Maddox og Pax eru orðnir 18 ára en hin fjögur eru enn ekki orðin 18. Zahara er 16, Shiloh er 15 ára og tvíburarnir Know og Vivienne eru 13 ára. 

Maddox Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie-Pitt, …
Maddox Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie-Pitt, og Zahara Jolie-Pitt. AFP
mbl.is