Tilkynntu nafn sonarins með myndagátu

Hildur Skúladóttir og Aron Már Ólafsson.
Hildur Skúladóttir og Aron Már Ólafsson. Ljósmynd/Instagram

Leikarinn Aron Már Ólafsson og sálfræðingurinn Hildur Skúladóttir hafa gefið nýfæddum syni sínum nafn. Tilkynntu þau nafnið með myndagátu á Instagram. Litli drengurinn kom í heiminn 25. október síðastliðinn og hélt fjölskyldan litla nafnaveislu í gær.

„En ég hef verið með hugmynd að ljósmynd í hausnum á mér í langan tíma sem Jónatan Grétarsson gerði að veruleika ásamt þessu fallega fólki sem stendur í rammanum. Báðir drengirnir eru semsagt skírðir í höfuðið á íslenskum röppurum, svo giskiði nú!!!!“ skrifaði Aron á Instagram. 

Eldri sonur þeirra Arons og Hildar heitir Birnir Blær og fékk sá yngri nafnið Brynjar Berg Aronsson. 

Barnavefurinn óskar þeim til hamingju með falleg nöfn!

mbl.is