Dóttir Borisar komin með nafn

Boris og Carrie Johnson.
Boris og Carrie Johnson. AFP

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og eiginkona hans Carrie hafa gefið nýfæddri dóttur sinni nafn. 

Stúlkan, sem er sjöunda barn Johnsons, heitir Romy Iris Charlotte Johnson. Nafnið Romy er í höfuðið á frænku Carrie sem heitir Rosemary. Nafnið Íris er grískt orð yfir regnboga, með því er verið að vísa til þess að stúlkan sé regnbogabarn þ.e. barn sem fæðist í kjölfar fósturmissis. 

Seinna millinafnið Charlotte er í höfuðið á móður Johnson en hún hét Charlotte Johnson Wahl og lést fyrr á árinu.

Fyr­ir eiga hjónin son­inn Wilfred Lawrie Nicholas John­son. Nafnið Wilfred er eft­ir afa Borisr, Lawrie eft­ir afa Carrie og Nicholas eft­ir lækn­un­um sem önnuðust Bor­is þegar hann veikt­ist af kór­ónu­veirunni.

Önnur börn John­sons heita Lara, Milo, Theodore, Cassia og Stephanie.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert