Ronaldo á bæði von á strák og stelpu

Cristiano Ronaldo á von á tvíburum með Georginu Rodriguez.
Cristiano Ronaldo á von á tvíburum með Georginu Rodriguez. AFP

Knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, eiga von á tvíburum á næsta ári. Í vikunni héldu þau litla kynjaveislu þar sem kom í ljós að þau eiga bæði von á stelpu og strák. Ronaldo birti myndskeið á Instagram þar sem þetta kom í ljós. 

Í myndskeiðinu sáust börn Ronaldo sprengja tvær svartar blöðrur en út úr þeim komu bæði blár litur og bleikur litur. Eru þetta hefðbundnir kynjalitir sem gefa í skyn að Rodriguez gengur með strák og stelpu. 

Manchester United-leikmaðurinn á fyrir hinn 11 ára gamla Cristiano yngri og tvíburana Evu Mariu og Mato sem eru fjögurra ára. Hann er talinn hafa eignast elstu þrjú börnin með hjálp staðgöngumóður. Fjórða barnið eignaðist hann svo með núverandi kærustu sinni en það dóttirin Alana Martina sem er fjögurra ára rétt eins og tvíburarnir. Stjarnan á því von á fimmta og sjötta barninu. 

mbl.is