Frumsýnir meint ástarbarn Thompsons

Tristan Thompson segist ekki vera faðirinn
Tristan Thompson segist ekki vera faðirinn AFP

Maralee Nichols frumsýnir barnið sem hún segist hafa getið með Tristan Thompson körfuboltakappa og kærasta Khloé Kardashian. 

Á myndinni er barnið fimm daga gamalt. Hún klæðist jólanáttfötum og stillir sér upp með barnið í fanginu fyrir framan jólatré.

„Í stað þess að einblína á neikvæðni þá ætla ég að fagna því að vera móðir og gera mitt besta fyrir son minn,“ segir Nichols í yfirlýsingu. „Ég vil ekki meiri athygli frá fjölmiðlum og hef ekki áhuga á rómantísku sambandi við Tristan. Mitt markmið er að ala strákinn minn upp í öruggu, heilbrigðu og ástríku umhverfi.“

Nichols fer fram á barna­bæt­ur frá Thomp­son und­ir lög­um Kali­forn­íu­rík­is en Thomp­son reyndi að færa málið yfir til Texasrík­is þar sem hann hefði þurft að greiða lægra meðlag í því ríki. Því var vísað frá og mun því faðernismálið líklega fara fram undir lögum Kaliforníuríkis.

Maralee Nichols og nýfæddi sonurinn.
Maralee Nichols og nýfæddi sonurinn. Skjáskot
mbl.is