Börnin fá að hitta mömmu sína

Charlene prinsessa fær vonandi að sjá börnin yfir hátíðirnar.
Charlene prinsessa fær vonandi að sjá börnin yfir hátíðirnar. AFP

Enn er langt í land með að Charlene prinsessa nái aftur fullri heilsu. Konunglega hirðin segir að búast megi við að prinsessan verði fleiri mánuði að jafna sig eftir erfið veikindi en nú dvelur hún á heilsuhæli utan Mónakó. Albert prins eiginmaður hennar ætlar þó að heimsækja hana yfir hátíðirnar og leyfa börnunum að hitta móður sína. 

Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir Charlene prinsessu að undanförnu hefur hún uppfært instagramsíðu sína og meðal annars birt teiknaða mynd af sér og fjölskyldu sinni á jólunum í stað hefðbundinnar ljósmyndar eins og vant er.

Prinsessan missti ekki aðeins af jólunum með fjölskyldu sinni heldur einnig missti hún af sjö ára afmæli tvíburanna fyrr í mánuðinum.

mbl.is