Gengin 40 vikur með tvíburana

Ashley Graham á von á tvíburadrengjum.
Ashley Graham á von á tvíburadrengjum. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Ashley Graham undirbýr sig fyrir fæðingu en hún hefur nú gengið fulla meðgöngu, 40 vikur, með tvíburadrengi sína. Drengirnir eru væntanlegir á hverri stundu því sjaldgæft er að konur gangi fulla meðgöngu með tvíbura.

Graham virtist hin þolinmóðasta í biðinni á myndum sem hún birti á Instagram um liðna helgi þrátt fyrir að vera orðin ansi þung á sér. 

„Settir dagar eru bara getgátur,“ er meðal þess sem Graham skrifaði við myndirnar. Á þeim klæðist hún svörtum stuttermabol og nærbuxum þar sem hún liggur uppi í hjónarúmi og viðrar bumbuna.

„Vá, þetta hlýtur að vera eitthvert tvíburamet,“ sagði aðdáandi fyrirsætunnar við færsluna. „Bókstaflega!“

„Þetta er svo mikið þú. Þú ferð alltaf alla leið,“ skrifaði vinkona Graham.

Ashley Graham og eiginmaður hennar, Justin Ervin, eiga fyrir soninn Isaac sem er rúmlega eins árs.

mbl.is