Langar í barn en róleg yfir brúðkaupinu

Svala Björgvinsdóttir.
Svala Björgvinsdóttir.

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir og unnusti hennar, sjó­maður­inn Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son, eru ekki að flýta sér upp að altarinu en langar í barn saman. Svala greindi frá þessu þegar hún svaraði spurningum aðdáenda sinna á Instagram í vikunni. 

„Við erum ekkert að flýta okkur að giftast en viljum líka gera það þegar það er ekki heimsfaraldur í gangi,“ skrifaði Svala þegar hún var spurð hvort þau ætluðu að gifta sig á þessu ári. 

Svala var líka spurð hvaða ósk hún vildi fá uppfyllta. „Að verða mamma,“ svaraði Svala á einlægan hátt. 

Svala á ekki barn en Kristján á eitt barn. Þegar hún var spurð hvort þau ætluðu sér að eignast barn saman sagði hún að þau langaði mjög mikið til þess. „Já okkur langar það mjög mikið. Kristján á yndislega dóttur og okkur langar í barn saman,“ skrifaði Svala.

mbl.is