Sterkasta par landsins eignaðist dóttur

Ellen Ýr Jónsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson eignuðust dóttur hinn …
Ellen Ýr Jónsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson eignuðust dóttur hinn 4. janúar. mbl.is/Andri Yrkill

Kraftlyftingaparið Ellen Ýr Jónsdóttir og Júlían J. K. Jóhannsson eignuðust dóttur hinn 4. janúar síðastliðinn. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau soninn Berg Jökul Karl. 

„Lítil draumadís er komin í heiminn - 12 merkur og 47,5cm af dásemd. Lífið er gott,“ skrifar Ellen á Instagram í gær.

Júlían er margfaldur Evrópu- og heimsmeistari í kraftlyftingum og var valinn íþróttamaður ársins árið 2019. Ellen hefur einnig unnið til fjölda verðlauna í kraftlyftingum og keppti síðast á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum í júní á síðasta ári, stuttu eftir að hún komst að því að barn númer tvö væri á leiðinni. Hún lenti í 2. sæti í sínum flokki á mótinu.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju! 

View this post on Instagram

A post shared by ellen ýr (@ellenyr)

mbl.is