Védís Hervör og Þórhallur eignuðust dóttur

Védís Hervör Árnadóttir og Þórhallur Bergmann eignuðust dóttur.
Védís Hervör Árnadóttir og Þórhallur Bergmann eignuðust dóttur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vé­dís Hervör Árna­dótt­ir, miðlun­ar­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og eig­inmaður henn­ar, lögmaður­inn Þór­hall­ur Berg­mann, eignuðust dóttur hinn 30. desember. Védís greinir frá komu stúlkunnar á Facebook. 

„Valkyrjan okkar mætti í heiminn að morgni 30. desember. Stór, hraust og spriklandi. Það er enn á ný staðfest að ljósmæður eru englar í mannsmynd.

Nú virðist tíminn standa í stað og allt sett til hliðar til þess að umvefja, næra og elska litla ósjálfbjarga mannveru. Ég bara veit ekkert betra. Við kvartettinn sem erum vön því að vera bara fjögur stumrum nú yfir dömunni og í morgun voru það þrír herrar sem unnu saman að bleyjuskiptum. Þrír herrar sem spila á píanóið fyrir hana. Þrír herrar sem hlaupa til hennar við minnsta tíst. Þið ráðið í framhaldið,“ skrifar Védís og bætir því meðal annars við að dóttirin eigi sama afmælisdag og Tiger Woods og Lebron James. Hún segir einnig frá því að fjölskyldan er öll fædd annaðhvort í desember eða júlí. 

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert