Á von á barni með ungu eiginkonunni

Nicolas Cage og Riko Shibata eiga von á barni.
Nicolas Cage og Riko Shibata eiga von á barni. AFP

Stórleikarinn Nicolas Cage og eiginkona hans Riko Shibata eiga von á barni. Er þetta fyrsta barn þeirra saman en Cage á fyrir tvö börn. 

Shibata er fimmta eiginkona Cage og er 31 ári yngri en hann; Cage er 58 ára en eiginkona hans er 27 ára. 

Umboðsmaður Cage sagði í samtali við People að hjónin væru einstaklega spennt að stækka fjölskylduna. 

Cage á tvo syni, hinn 16 ára Kal-El og hinn 31 árs gamla Weston sem er fjórum árum eldri en stjúpmóðir hans. 

Cage og Shibata gengu í hjónaband á hóteli í Las Vegas á síðasta ári en þau kynntust í Shiga í Japan. 

mbl.is