Segir soninn hafa sagt fyrsta orðið 4 mánaða

Fjögurra mánaða sonur Cardi B er búinn að segja sitt …
Fjögurra mánaða sonur Cardi B er búinn að segja sitt fyrsta orð að sögn móðurinnar.

Tónlistarkonan Cardi B segir að sonur hennar og rapparans Offset sé búinn að segja sitt fyrsta orð, aðeins fjögurra mánaða gamall. „Ég er ekki að ýkja, þetta barn talar,“ sagði Cardi B í story á Instagram í vikunni. 

Hún bætti við að eiginmaðurinn hafi einnig orðið vitni að þessu. „Í gær spurði ég hann hvort hann elskaði mömmu sína og svaraði já. Síðan spurði ég aftur „elskarðu mömmu?“ og hann svaraði mér, já,“ sagði Cardi B. 

Hún tók það fram að hann hafi ekki svarað á „barnamáli“ heldur hafi svarað mjög skýrt já. Hún sagði einnig að hann hafi einu sinni sagt mjög skýrt „halló“ þegar vinsælt barnaefni var í sjónvarpinu. 

„Ég veit ekki hvort þetta sé heimsfaraldursdæmið. Ég veit ekki hvort þetta er eðlilegt. Þetta er algjörlega klikkað dæmi. Ég þarf að setja sólarhringsmyndavél inn til hans,“ sagði tónlistarkonan. 

mbl.is