Ása Steinars og Leo eignuðust son

Ása Steinars fæddi son hinn 2. janúar..
Ása Steinars fæddi son hinn 2. janúar.. Ljósmynd/Aðsend

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars og Leo Alsved eignuðust son 2. janúar síðastliðinn. Er þetta þeirra fyrsta barn saman. 

Ása greindi frá þessu á samfélagsmiðlum um helgina. Litli drengurinn hefur fengið nafnið Atlas Alsved. 

Ása hefur vakið athygli hér heima sem og í útlöndum fyrir fallegar ljósmyndir sínar sem hún tekur á ferðalögum um heiminn. Þá skrifar hún einnig í Vogue Scandinavia.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju! 

mbl.is