Gagnslaus móðir fimm barna með veiruna

Tori Spelling í byrjun desember. Nú er Spelling með kórónuveiruna.
Tori Spelling í byrjun desember. Nú er Spelling með kórónuveiruna. AFP

Leikkonan Tori Spelling og öll fjölskyldan hennar er með kórónuveiruna. Beverly Hills-90201-stjarnan segir erfitt að geta ekki hugsað um börnin sín fimm á meðan þau eru veik. Spelling var sú síðasta til að finna fyrir einkennum. 

Spelling segir að það hafi verið erfitt að deila fréttunum á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan vonaðist til þess að þau væru bara með venjulega flensu en svo var ekki. 

„Ekkert er verra en að vilja hugsa um börnin sín en vera of veikur til að geta það. Mér finnst eins og ég sé gagnslaus sem foreldri. Eyðilögð. Móðir á að hugsa um börnin sín þegar þau eru veik. Þannig virkar það. En við erum að fara í gegnum þetta saman og við munum komast í gegnum þetta,“ skrifaði Spelling meðal annars. 

Hin 48 ára gamla Spelling er gift leikaranum Dean McDermott og saman eiga þau fimm börn. Þau eiga þrjá syni en Liam Aaron fæddist 2007, Finn Davey 2012 og Beau Dean 2017. Dæturnar Stella Doreen og Hattie Margaret eru hins vegar fæddar 2008 og 2011. Að undanförnu hafa slúðurmiðlar greint frá því að hjónaband Spelling og McDermotts standi á brauðfótum. 

mbl.is