Að frysta egg ekki skemmtileg iðja

Heather Rae Young.
Heather Rae Young. Skjáskot/Instagram

Selling Sunset-stjarnan Heather Rae Young segir það ekki skemmtilegt ferli að fyrsta egg. Eggheimtan hefur gengið illa og fékk hún ekki bestu fréttirnar á dögunum. Young gekk í hjónaband með Tarek El Moussa síðla árs 2021 og fóru þau strax af stað í barneignarferli. 

Young er 34 ára og hóf ferilð í desember síðastliðinn. Hún hefur leyft aðdáendum sínum á Instagram að fylgjast náið með. Vill hún deila reynslu sinni til að hjálpa öðrum konum sem glíma við ófrjósemi. 

„Ekki bestu fréttirnar en ég er að reyna að vera jákvæð. Við eigum tvö egg sem eru sterk, eitt sem er enn að vaxa og annað sem er líka að vaxa. Þannig að við eigum fjögur sem eru ágæt. Ekki besta talan, en ég ætla að ræða við lækninn minn á eftir um hvort það sé þess virði að sækja fleiri egg til að búa til fósturvísa eða hvort við þurfum að fara í aðra meðferð,“ sagði Young og bætti við að þetta væri ekki skemmtilegt ferli. 

mbl.is