Frumburður Jeannie Mai og Jeezy fæddur

Jeannie Mai og Jeezy eru hamingjusöm saman.
Jeannie Mai og Jeezy eru hamingjusöm saman. Skjáskot/Instagram

Fjölmiðlastjarnan Jeannie Mai og rapparinn Jeezy tóku á móti sínu fyrsta barni á dögunum. Hjónin hafa ekki tilkynnt um líffræðilegt kyn frumburðarins en Mai deildi mynd á Instagram af lítilli sjúkrahúsvöggu og krúttlegu teppi. „Ég bað Guð um hamingjusamt og kærleiksríkt líf og hann sendi mér fjölskyldu. Barnið okkar er fætt,“ skrifaði hún við myndina til að upplýsa aðdáendur um komu barnsins.

Mai hafði alltaf sagt að hana langaði ekkert sérstaklega til að eignast börn en eftir að hún kynntist Jeezy breyttist sýn hennar á því. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá. 

„Áður en við giftum okkur var mér mjög ljóst að líklegast myndi ég aldrei eignast börn, vegna þess að ég hafði aldrei fundið fyrir löngun til þess,“ er haft eftir Mai. „Ég sagði alltaf að ég myndi aldrei verða mamma en það eru svo margar ástæður fyrir því að mér snerist hugur að að móðurhlutverkið sé að verða minn veruleiki,“ sagði Mai í Youtube-myndbandi í september síðastliðnum. 

Hjónin Jeannie Mai og Jeezy eru að eignast sitt fyrsta barn heldur seint miðað við það sem gengur og gerist en Mai er 43 ára og Jeezy árinu eldri, 44 ára. 

mbl.is