Ofurpar ætlar að stækka fjölskylduna

Katy Perry og Orlando Bloom eiga eitt barn saman.
Katy Perry og Orlando Bloom eiga eitt barn saman. AFP

Söngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru eitt frægasta par í heimi. Þau eiga saman eina dóttur en stúlkan Daisy fæddist í ágúst 2020. Þau eru svo ánægð með lífið að þau eru að hugsa um að stækka fjölskylduna. 

„Katy og Orlando eru svo hamingjusöm,“ sagði heimildarmaður ET. „Þau vilja stækka fjölskylduna. Þau styðja starfsferil hvort annars og elska að sinna foreldrahlutverkinu saman.“

Perry sem er 37 ára og Bloom sem er 44 ára trúlofuðu sig á Valentínusardaginn árið 2019. Þau ætluðu að gifta sig 2020 en þurftu að fresta brúðkaupinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir átti leikarinn hinn 11 ára Flynn með fyrrverandi eiginkonu sinni, ofurfyrirsætunni Miröndu Kerr. 

mbl.is