Langar í börn með Duhamel

Audra Mari og Josh Duhamel trúlofuðu sig um liðna helgi.
Audra Mari og Josh Duhamel trúlofuðu sig um liðna helgi. Samsett mynd

Hina nýtrúlofuðu Audru Mari langar til að eignast börn með unnusta sínum, leikaranum Josh Duhamel. Parið trúlofaði sig um helgina en þau hafa verið saman síðan 2019. 

Heimildamaður People segir Mari vera mikla fjölskyldumanneskju og hún sé farin að kynnast átta ára syni Duhamels, Axl Jack, sem hann á úr fyrra sambandi sínu með söngkonunni Fergie. 

„Josh eyðir miklum tíma með syni sínum,“ sagði heimildamaðurinn og bætti við að hann verndaði son sinn mikið og Mari hefði ekki hitt hann strax og þau tóku saman. 

Mari, sem eitt sinn bar titilinn Miss World America, á ekki börn sjálf.

View this post on Instagram

A post shared by Josh Duhamel (@joshduhamel)

mbl.is