Erfitt að ala upp börn í sviðsljósinu

Charlene prinsessa á tvíburana Jacques og Gabriellu sem eru sjö …
Charlene prinsessa á tvíburana Jacques og Gabriellu sem eru sjö ára. AFP

Charlene Mónakóprinsessa er sögð meðvituð um hversu krefjandi verkefni það er að ala upp börn fyrir augum almennings. Þetta segir uppeldisfræðingurinn Jo Austin sem rýnt hefur í uppeldisaðferðir prinsessunnar.

„Fréttir hafa bent til þess að Charlene prinsessa og Albert prins séu mjög samstíga þegar kemur að uppeldi tvíburanna en slík teymisvinna er nauðsynleg í uppeldi barna,“ segir Austin í viðtali við Express.

„Charlene er að ala börnin upp fyrir framan augu almennings og því þarf hún að vera mjög gætin hvernig hún agar þau á almannafæri. Það er sérstaklega krefjandi að vera með tvíbura því það er auðvelt að koma bara eins fram við þau. En hvert barn er einstakt og með sínar eigin sérstöku þarfir. Sum börn eru í eðli sínu sjálfstæð en önnur þurfa meiri hvatningu.“

„Uppeldisaðferðir Charlene eru mjög líkar þeim aðferðum sem við sjáum hjá bresku konungsfjölskyldunni. Þau eru öll í fullri vinnu og þurfa að sækja marga viðburði sem þýðir minni tíma með börnunum.

Charlene og Katrín hertogynja eiga það sameiginlegt að hafa alist upp fjarri sviðsljósinu og vilja því vernda börnin eins mikið og hægt er. Reynslan hefur sýnt að þau börn sem alast upp í sviðsljósinu þurfi að þola mikla rýni, sérstaklega ef þau tilheyra konungsfjölskyldum. Þá ríkir meiri óstöðugleiki hvað varðar skipulagningu ferðalaga og annarra skyldustarfa konungsmeðlima sem gerir foreldrahlutverkið erfiðara,“ segir Austin.

Charlene og Albert eru sögð góðir foreldrar. Þau eiga sjö …
Charlene og Albert eru sögð góðir foreldrar. Þau eiga sjö ára tvíbura. Skjáskot/Instagram
Fjölskyldan saman í Suður Afríku á síðasta ári.
Fjölskyldan saman í Suður Afríku á síðasta ári. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert