Unnur og Travis eiga von á stúlku

Unnur Eggertsdóttir og Travis eiga von á stúlku.
Unnur Eggertsdóttir og Travis eiga von á stúlku.

Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir og unnusti hennar Travis eiga von á lítilli stúlku nú í mars á þessu ári. Unnur greindi frá þessu á Instagram í gær. 

Unnur gerði skemmtilegan leik á Instagram þar sem hún bað fylgjendur sína að giska hvort hún gengi með dreng eða stúlku. Alls héldu 65% þeirra sem kusu að hún gengi með stúlku og höfðu rétt fyrir sér. 

Þetta er fyrsta barn þeirra Unnar og Travis, en þau skipta tíma sínum á milli Íslands og Bandaríkjanna. Þau trúlofuðu sig síðasta sumar. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is