Dóttir Cooper óánægð með jólagjöfina

Dóttir Bradley Coopers og Irinu Shayk var ekki ánægð með …
Dóttir Bradley Coopers og Irinu Shayk var ekki ánægð með jólagjöfina sína. AFP

Hollywoodleikarinn Bradley Cooper hitti ekki alveg í mark á jólunum þegar hann gaf fjögurra ára dóttur sinni leysigeislabyssu úr kvikmyndinni Ghostbusters eða Draugabönunum. Byssan var vissulega á óskalistanum en var ekki nógu raunveruleg. 

Lea De Seine verður fimm ára í mars og beið baksviðs á meðan faðir hennar mætti í spjallþátt Stephans Colberts í vikunni. „Þið sem eigið börn vitið að þau suða um þessa Draugabanaleysigeislabyssu sem er í öllum auglýsingatímum á milli teiknimynda, svo hún vildi hana. Hún fékk hana,“ sagði Cooper en þegar sú stutta opnaði pakkann var leysirinn ekki nógu raunverulegur. „Hún vildi alvöru leysi.“

Bradley Cooper sést hér halda á dóttur sinni.
Bradley Cooper sést hér halda á dóttur sinni. AFP

Cooper á dótturina með rússensku ofurfyrirsætunni Irinu Shayk. Þau skildu árið 2019 en eiga í góðum samskiptum. Þau deila forræði og sjást reglulega úti að ganga með dóttur sinni í New York. 

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Cooper.

mbl.is