Orðrómur um sjötta barnið vegna sónarmyndar

Katie Price ásamt börnum sínum fimm.
Katie Price ásamt börnum sínum fimm. Skjáskot/instagram

Aðdáendur glamúrfyrirsætunnar Katie Price hrukku í kút þegar þeir ráku augun í nýja færslu á instagramreikningi hennar. Um er að ræða sónarmyndir en Katie Price er nú þegar móðir fimm barna.

Price hefur fengið fjöldann allan af hamingjuóskum við sónarmyndinni en margir aðdáendur hennar töldu myndina vera óléttutilkynningu. Þó sáu nokkrir aðdáendur með arnaraugu um leið að myndin var dagsett árið 2001. Var því um gamla sónarmynd að ræða af syni hennar og frumburðinum, Harvey, sem fæddist í maí 2002. 

„Getið þið giskað á hver þetta er?“ skrifaði Price við myndina sem hún hafði varðveitt til minningar og reynt að koma í veg fyrir misskilning um óléttuorðróm, samkvæmt frétt frá Daily Star.  

Katie Price ber því að öllum líkindum ekki sjötta barn sitt undir belti en fyrr á árinu sagði hún í samtali við Good Morning Britain að hún væri opin fyrir fleiri barneignum í framtíðinni. Price er trúlofuð Carl Woods en þau eiga engin börn saman.

View this post on Instagram

A post shared by Katie Price (@katieprice)

mbl.is