Salka og Arnar gáfu syninum nafn

Salka Sól og Arnar Freyr.
Salka Sól og Arnar Freyr. mbl.is/​Freyja Gylfa

Tónlistarparið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason gáfu syni sínum nafn í gær. Litli drengurinn fékk nafnið Frosti Eyfeld Arnarsson. 

Frosti litli er annað barn foreldra sinna en þau eiga fyrir dótturina Unu Lóu Eyfeld. Hann kom í heiminn fyrr á þessu ári. 

Salka greindi frá nafni sonarins í gær, en þau héldu agnarsmáa veislu og leyfðu vinum og ættingjum að fylgjast með í gegnum Zoom. 

Barnavefurinn óskar þeim til hamingju!

mbl.is