Margrét Gnarr og Ingimar eiga von á barni

Margrét Edda Gnarr á von á sínu öðru barni.
Margrét Edda Gnarr á von á sínu öðru barni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einkaþjálfarinn Mar­grét Edda Gn­arr og unnusti henn­ar, Ingimar Elías­son, eiga von á sínu öðru barni saman í sumar. Fyrir átti Ingimar eitt barn. Margrét greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum um helgina. 

„Stóri bróðir júlí 2022,“ skrifaði Margrét á Instagram og birti mynd af sér halda á syni sínum og sónarmyndum. Lukkan leikur svo sannarlega við fjölskylduna en Ingimar fór á skeljarnar í fyrra og bað Margrétar. 

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju með óléttuna.  

mbl.is