Íhugar að láta húðflúra nafn sonarins á andlitið

Cardi B og eiginmaður hennar Offset.
Cardi B og eiginmaður hennar Offset. AFP

Tónlistarkonan Cardi B íhugar nú að tilkynna nafn sonar síns með því að láta húðflúra nafn hans á andlit sitt. Hún og eiginmaður hennar Offset hafa ekki enn tilkynnt nafnið en drengurinn litli kom í heiminn í september á síðasta ári. 

„Þetta er handahófskennt, en ég er hársbreidd frá því að láta húðflúra nafn sonar míns á andlit mitt. Mig langar virkilega að gera það,“ skrifaði tónlistarkonan á Twitter. Hún bætti við að hún myndi setja nafnið á kjálkann. 

Cardi B er ein vinsælasta tónlistarkona heims um þessar mundir og prýðir fjöldi húðflúra líkama hennar. 

Þessi nýjasta húðflúrshugmynd féll þó ekki vel í kramið hjá aðdáendum hennar og bentu þeir á nokkurra mánaða gamalt tíst frá tónlistarkonunni þar sem hún sagðist þakklát fyrir að hafa ekki fengið sér húðflúr í andlitið þegar hún var 16 ára. 

mbl.is