Vildi gefa sæði eiginmanns síns

Ginnifer Goodwin er gjafmild kona.
Ginnifer Goodwin er gjafmild kona. AFP

Leikkonan Ginnifer Goodwin bauð vinkonu sinni sæði úr eiginmanni sínum. Vinkona hennar ætlaði að eignast barn ein og Goodwin fannst góð hugmynd að hún fengi aðstoð frá eiginmanni hennar, leikaranum Josh Dallas. 

„Ég bauð sæði hans til bestu vinkonu sem ætlaði að eignast barn ein,“ sagði Goodwin í útvarpsviðtali á dögunum að því er fram kemur á vef People. Goodwin fannst boðið sjálfsagt en hvorki eiginmaður hennar né vinkona hennar tóku eins vel í hugmyndina. „Þetta gæti leitt til vandræða,“ sögðu þau. 

Goodwin er gift leikaranum Josh Dallas en þau kynntust þegar þau léku saman í þáttunum Once Upon a Time. Þau eiga saman Oliver sjö ára og Hugo fimm ára.

„Við getum látið þetta ganga og þá væru fleiri litlir Joshar í heiminum,“ sagði Goodwin. Vinkonan og eiginmaðurinn náðu leikkonunni niður á jörðina og sannfærðu hana um að þetta væri ekki góð hugmynd. Hún yrði alltaf í lífi barnsins þar sem hún væri besta vinkona mömmunnar.

Ginnifer Goodwin.
Ginnifer Goodwin. AFP
mbl.is