Kaldhæðni talin gáfumerki hjá unglingum

Unglingar geta verið krefjandi og gáfaðir á sama tíma.
Unglingar geta verið krefjandi og gáfaðir á sama tíma. Unsplash.com

Rannsóknir vísindamanna hafa sýnt að kaldhæðni sé til marks um skapandi huga. Heilinn þurfi að reyna meira á sig til þess að kunna að túlka og fara með kaldhæðni.

Þeir unglingar sem nota mikið kaldhæðni eru ekki að vera hortugir heldur sýna ákveðinn þroska í málskilningi enda tekur það mörg ár að þróa með sér kaldhæðni og ná góðum tökum á því.

„Þetta getur verið mjög krefjandi,“ segir Penny Pexman málvísindasálfræðingur við BBC. „Kaldhæðni getur bætt við nýjum víddum í samskiptum okkar, mýkt mál okkar, komið neikvæðum tilfinningum til skila eða bætt aukinni glettni við það sem við höfum að segja,“ segir Pexman sem hefur svo mikla trú á ágæti kaldhæðni að hún hefur komið á fót námskeiðum til þess að hjálpa fólki að þróa hana með sér. 

„Tungumálið verður ríkara og fjölbreyttara með notkun kaldhæðni.“

Börn undir fimm ára aldri eru ónæm fyrir kaldhæðni og taka allt mjög bókstaflega, en þegar þau eru um níu ára breytist það. Þau skilja að orð geta haft mismunandi merkingar og þannig þróast þetta áfram fram á unglingsár.

Þá getur heimilislífið haft áhrif. Ef foreldrar nota mikið kaldhæðni eru auknar líkur á að barnið tileinki sér hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert