Langar ekki að verða 38 ára og barnlaus

Lena Dunham hefur átt í erfiðleikum með að eignast barn.
Lena Dunham hefur átt í erfiðleikum með að eignast barn. AFP

Leikkonan Lena Dunham er 35 ára og barnlaus. Hún þráir hins vegar að verða móðir og eftir mikla erfiðleika íhugar hún að ættleiða barn. Dunham fór í legnám fyrir nokkrum árum og getur ekki gengið með eigið barn. 

Stjarnan giftist tónlistarmanninum Luis Fel­ber óvænt í fyrra eftir stutt samband. Barn er næsta skref en hún er þó rólegri nú þegar hún er gift kona. Í viðtali við The Hollywood Reporter viðurkennir stjarnan að hún hafi ætlað að taka sér hlé frá samböndum þegar hún kynntist eiginmanni sínum. Nú eru þau alltaf saman. „Ég verð 36 ára á þessu ári,“ segir Dunham. „Mig langar ekki að verða 38 ára án þess að eiga barn.“

Dunham fór í legnám þegar hún var 31 árs vegna endómetríósu. Dunham íhugaði að nýta sér hjálp staðgöngumóður og freistaði þess að fara í eggheimtu. Hún var að klára lög­fræðipapp­íra þegar lækn­ir­ hringdi með slæm­ar frétt­ir. Lækn­ir­inn sagði henni að aðeins hefði verið hægt að nota eitt af sex eggj­um henn­ar en því miður reynd­ist það með litn­ingagalla. 

Lena Dunham langar að eignast barn á næstu árum.
Lena Dunham langar að eignast barn á næstu árum. AFP
mbl.is