Tilkynna ekki kynið með flugeldum

Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon eiga von á sínu …
Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon eiga von á sínu öðru barni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Knattspyrnumaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og sambýliskona hans, Móeiður Lárusdóttir, eiga von á sínu öðru barni. Þegar þau tilkynntu kyn dóttur sinnar fyrir tveimur árum héldu þau flugeldasýningu og stóra kynjaveislu en ekkert slíkt verður gert í þetta skiptið. 

Móeiður greindi frá því í sögu á Instagram að þau vissu kyn barnsins en tók jafnframt fyrir aðra flugeldasýningu. „Við vitum kynið,“ skrifaði Móeiður. „Mattea fékk flugeldasýningu og með því. Það er eitthvað minna í ár.“ 

Parið sem býr í Rússlandi greindi frá því rétt fyrir jól að von væri á öðru barni. Í framtíðinni sjá þau fyr­ir sér að búa í Foss­vog­in­um í Reykja­vík en í fyrra keyptu þau ein­býl­is­hús af fyrr­ver­andi landsliðsmann­in­um Eiði Smára Guðjohnsen og fyrr­ver­andi eig­in­konu hans Ragn­hildi Sveins­dótt­ur.

Skjáko/Instagram
mbl.is