Bestu vinir og eiga sama afmælisdag

Penny Levy og Malcom Mulaney eru algerar dúllur.
Penny Levy og Malcom Mulaney eru algerar dúllur. Skjáskot/Instagram

Bandaríska leikkonan Olivia Munn deildi krúttlegum myndum af tveggja mánaða gömlum syni sínum, Malcom Mulaney, ásamt bestu vinkonu hans, Penny Levy, á Instagram á dögunum. Munn segir kornabörnin strax hafa tengst sterkum böndum um leið og þau komu í heiminn því þau deila sama afmælisdegi.

„Penny Levy + Malcom Mulaney, bæði átta vikna, fædd með nokkurra klukkustunda millibili hvort á sínum ganginum á sjúkrahúsinu,“ skrifaði Munn við myndafærsluna sem er sérlega krúttleg. Litlu krílin hjúfra sig hvort að öðru þar sem þau liggja á teppi á gólfinu og virðast vön hreyfingum hvort annars.

Leikkonan Olivia Munn og uppistandarinn John Mulaney eiga soninn Malcom en þau Dan Levy leikari og Rachel Specter eiga hárprúðu dótturina Penny. Eiga sterk vinabönd foreldranna áreiðanlega eftir að hafa áhrif á vinatengsl barnanna í nánustu framtíð.

View this post on Instagram

A post shared by o l i v i a (@oliviamunn)

mbl.is