Hryllilegt að kenna sjö ára dóttur sinni

Leikkonan Cate Blanchett á fjögur börn.
Leikkonan Cate Blanchett á fjögur börn. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonunni Cate Blanchett er margt til lista lagt en henni gekk þó illa að kenna sjö ára gamalli dóttur sinni í útgöngubanni í kórónuveirufaraldrinum. Dóttirin sá í gegnum leik móður sinnar sem átti erfitt með að kenna henni einfalda stærðfræði. 

„Ég var frábær í tvær vikur,“ sagði Blanchett í sjónvarpsþætti nýlega að því er fram kemur á vef Daily Mail. Eldri börnin þrjú gátu séð um sig sjálf en það yngsta þurfti meiri aðstoð. 

Ég þurfti að sjá um sjö ára stelpuna mína og ég áttaði mig á því að ég gat ekki kennt henni stærðfræði fyrir fyrstu bekkinga,“ sagði Blanchett. „Hún komst að því eftir 14 daga og ég var dauðadæmd. Hún bar enga virðingu fyrir mér.“

Leikkonan segist hafa klætt sig eins og kennari og reynt að tala eins og kennari. Dóttir hennar vildi ekki byrja tímann nema hafa heilan her af böngsum hjá sér sem hún var búin að nefna eftir öllum í bekknum. 

Blanchett lagði mikla áherslu á gæði kennslu í viðtalinu og tók Finnland sem dæmi. Landið er þekkt fyrir gott menntakerfi. Blanchett segir kennara vel launaða í Finnlandi og þannig eigi það að vera. Kennarar þurfi að hafa mikla kunnáttu til þess að virkja oft og tíðum áhugalaus börn í marga klukkutíma á dag.

Cate Blanchett.
Cate Blanchett. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert