Greindu loks frá nafni og kyni

Jeezy og Jeannie Mai eru foreldrar Monacos.
Jeezy og Jeannie Mai eru foreldrar Monacos. Skjáskot/Instagram

Fjölmiðlastjarnan Jeannie Mai og rapparinn Jeezy eignuðust sitt fyrsta barn nýverið. Í fyrstu tilkynntu hjónin hvorki líffræðilegt kyn barnsins né nafn þess en nú, þegar rúm vika er liðin frá fæðingunni, hafa þau greint frá þessu öllu saman.

Mai heldur úti vinsælli youtuberás og birti hún myndskeið þar sem hún greinir frá nafni og kyni barnsins. 

„Mér fannst alltaf að nafn barnsins þyrfti að byrja á J,“ viðurkenndi Mai í myndskeiðinu en nöfn foreldranna byrja bæði á þeim bókstaf. „En það fór ekki svo,“ sagði hún.  

Samkvæmt frétt frá UEANews fæddist þeim hjónum lítill heilbrigður drengur sem hefur fengið nafnið Monaco Mai Jenkins.

Foreldrarnir völdu nafnið eftir franska furstadæminu Mónakó en þar áttu hjónin afdrifaríkt samtal um framtíð sína og barneignir. 

„Þar var raunverulega kveikjan að því hvernig J-barnið varð að veruleika fyrir okkur,“ er haft eftir Mai. 

mbl.is