Jolie var besta stjúpmamman

Fyrrverandi hjónin Billy Bob Thornton og Angelina Jolie. Jolie var …
Fyrrverandi hjónin Billy Bob Thornton og Angelina Jolie. Jolie var stjúpmamma barna Thornton í nokkur ár upp úr 2000. ROSE PROUSER

Löngu áður en Angelina Jolie og Brad Pitt eignuðust öll sex börn sín var Jolie gift leikaranum Billy Bob Thornton. Þegar leikarinn var kvæntur Jolie átti hann þrjú börn, þar á meðal Harry James, sem segir Jolie hafa verið bestu stjúpmömmu í heimi. 

Jolie og Thornton voru gift frá 2000 til 2003 og var hún aðeins 25 ára þegar hún giftist leikaranum. „Hún var svöl,“ sagði hinn 27 ára gamli Harry James Tornton um fyrrverandi stjúpmóður sína í viðtali að því er fram kemur á vef E!. „Hún var svo skemmtileg og já, hún var ein af bestu stjúpmömmum sem ég hef átt.“ 

Thornton talar af reynslu þegar hann talar um stjúpmömmur í fleirtölu en faðir hans er þekktur fyrir að hafa átt í mörgum samböndum. Hann á fjögur börn með þremur konum.

mbl.is