Hræddist sónarmyndirnar af dóttur sinni

Sumum finnst sónarmyndir líkjast einhverju úr hryllingsmyndum.
Sumum finnst sónarmyndir líkjast einhverju úr hryllingsmyndum. Ljósmynd/Pexels/Rodnae

Tiktoknotandinn Ariann East segist sjá mikið eftir því að hafa farið í þrívíddarsónar á dögunum. East er ófrísk að sínu fyrsta barni og segist hafa þegið boð ljósmóður sinnar um að fá að sjá frumburðinn í þrívídd en það sé eitt það óhugnanlegasta sem hún hafi á ævinni séð. 

East deildi viðbrögðum sínum við sónarmyndunum á samskiptamiðlinum TikTok og sögðust margir tengja við viðbrögð hennar. Fréttamiðillinn The Sun greindi frá.

„Þetta hefði líka hrætt mig aðeins, ég ætla ekki að ljúga því,“ svaraði notandi en East komst að því um leið og myndirnar voru teknar að hún bæri stúlkubarn undir belti. 

Þrívíddarmyndir sýna nokkuð nákvæmar útlínur barna í móðurkviði sem geta litið ógnvekjandi út. Þá sérstaklega ef þú hefur horft á of margar hryllingsmyndir og ert með fjörugt ímyndunarafl.

„Hún verður sætari og sætari eftir því sem ég horfi oftar á myndina,“ sagði verðandi móðirin. „Hún þarf að fá aðeins meira kjöt á litlu sætu beinin sín,“ sagði hún jafnframt á meðan hún reyndi að missa ekki svefn vegna sónarmyndanna.

@ariann.east Lmao baby girl looked so scary buy shes already getting cuter 🥺❤️ she just needs some more meat on her little bones #pregnant #fyp #genderreveal ♬ original sound - 🌟
mbl.is