Dóttir Benedikts og Charlotte á svið í Köben

Freyja Benediktsdóttir tekur þátt í Matthildi í Danmörku. Hér kennir …
Freyja Benediktsdóttir tekur þátt í Matthildi í Danmörku. Hér kennir hún dans úr söngleiknum. Skjáskot/Konunglega danska leikhúsið

Hin 13 ára gamla Freyja Marianna Benediktsdóttir fer með hlutverk í fjölskyldusöngleiknum Matthildi í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Freyja á ekki langt að sækja hæfileika sína en hún er dóttir Benedikts Erlingssonar, leikara og leikstjóra, og Char­lotte Böving, leikkonu og leikstjóra. 

Freyja er galvösk í nýju myndskeiði á heimasíðu danska leikhússins þar sem hún kennir dans úr söngleiknum. Benedikt er að sjálfsögðu stoltur faðir og deildi myndskeiðinu á facebooksíðu sinni. 

Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Benedikt Erlingsson er faðir Freyju.
Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Benedikt Erlingsson er faðir Freyju. mbl.is/Eggert

„Freyja Ben byrjuð að kenna dans á dönsku. Það var bara í gær sem ég fékk hana í fangið á vökudeild ... eða það minnir mig. Hún er komin í harða vinnu hjá Det kongelige Teater. Það verða stífa dansæfingar hjá okkur í fjölskyldunni,“ skrifaði Benedikt. 

Söngleikurinn vinsæli er byggður er á sögu Roalds Dahls og var settur upp í Borgarleikhúsinu árið 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert