Anna Bergmann og Atli eignuðust son

Anna Bergmann og Atli Bjarnason eignuðust son.
Anna Bergmann og Atli Bjarnason eignuðust son.

Anna Bergmann, bloggari á Trendnet.is og kærasti hennar Atli Bjarnason eignuðust son hinn 24. janúar síðastliðinn. Þetta er fyrsta barn parsins saman en fyrir á Atli tvö börn. 

Anna sagði frá fæðingu sonar síns á Instagram í gær. „Gullfallegi sonur okkar mætti á svæðið 24/01 klukkan 8:58 eftir gangsetningu þann 23/01. Hjörtu okkar tvöfölduðust þegar við fengum drenginn okkar í hendurnar. Við höfum aldrei upplifað aðra eins ást og við getum ekki beðið eftir því að ganga í gegnum lífið með honum. Okkur fjölskyldunni heilsast vel og hlökkum við til njóta þess að kynnast í hamingjubúbblunni okkar,“ skrifaði Anna í færsluna. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is