Lísa og Frikki Dór eignuðust þriðju stúlkuna

Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson
Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Söngv­ar­inn ást­sæli, Friðrik Dór Jóns­son, og eig­in­kona hans, Lísa Hafliðadótt­ir, eignuðust dóttur í byrjun janúar. Friðrik Dór greinir frá komu barnsins á Instagram í dag en fyrir eiga hjónin tvær dætur. 

Dóttirin hefur fengið nafnið Hrafnhildur en fyrir eiga hjónin dæturnar Ásthildi og Úlfhildi sem eru fæddar 2013 og 2019. 

„Þriggja dætra faðir,“ skrifaði Friðrik Dór á Instagram. „Svo kemur annað afkvæmi á miðnætti í kvöld þegar platan mín, DÆTUR, droppar á Spotify. Líf og fjör, gaman saman.“

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju.  

View this post on Instagram

A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor)

mbl.is