Fjölgun í Hilton-fjölskyldunni

Mæðgurnar Paris Hilton, Kathy Hilton og Nicky Hilton Rothschild.
Mæðgurnar Paris Hilton, Kathy Hilton og Nicky Hilton Rothschild. AFP

Hótelerfinginn Nicky Hilton Rothschild er sögð eiga von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum James Rothschild. 

Hjónin eiga tvær dætur fyrir sem þau eignuðust með árs millibili. Eldri stúlkan, Lily Grace Victoria er fimm ára og sú yngri, Theodora Marilyn er fjögurra ára gömul. Munu þær báðar því brátt verða stórar systur en fregnir herma að Hilton sé sett um mitt næsta sumar. Fréttamiðillinn PageSix greindi frá.

Nicky Hilton er yngri systir Parisar Hilton sem sagðist fyrr í vikunni vera byrjuð í tæknifrjóvgunarferli. Dreymir hana um að eignast tvíbura en ef af því verður ekki þá óskar hún þess að frumburðurinn verði drengur. Ekki hefur það enn komið opinberlega fram með hvaða kyn Nicky Hilton gengur.

mbl.is