Lítil stúlka á leiðinni hjá Herði og Móeiði

Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon eiga von á lítilli …
Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon eiga von á lítilli stúlku. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Knattspyrnumaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og sambýliskona hans, Móeiður Lárusdóttir, eiga von á annarri lítilli stúlku. Frá þessu greinir Móeiður og birti fallegar myndir af dóttur þeirra Matteu Móu.

„Lítil systir á leiðinni,“ skrifar Móeiður við myndir af Matteu litlu í bleikum fötum með bleikt confetti.

Fyrir tveimur árum tilkynntu þau um kyn frumburðar síns með stórri kynjaveislu og flugeldasýningu þar sem kynið kom í ljós. Í þetta sinn fóru þau lágstemmdari leið. 

mbl.is