Mikilvægt að börnin viti af vímuefnavandanum

Macklemore, Colette, Tricia og Sloane. Á myndina vantar soninn Hugo.
Macklemore, Colette, Tricia og Sloane. Á myndina vantar soninn Hugo. Skjáskot/Instagram

Bandaríski rapparinn og þriggja barna faðirinn, Macklemore, hefur átt við erfiðan áfengis- og vímuefnavanda að etja. Hann hafði náð sér á strik en í miðjum heimsfaraldri féll hann og byrjaði aftur að neyta vímuefna. Macklemore segir stóran hluta af bataferlinu vera heiðarleika. Þá sé einlægt samtal við börnin um vandann mjög mikilvægt í ferlinu.

Macklemore opnaði sig fyrst um bakslagið í baráttunni við fíknina þegar hann var gestur í hlaðvarpsþætti í apríl á síðasta ári. Þar opnaði hann sig um fíknisjúkdóminn og sektarkenndina sem honum fylgir, þá sérstaklega gagnvart börnum sínum og öðrum aðstandendum.

Mikilvægt að börnin viti af vanköntum foreldranna

Í nýrri auglýsingaherferð fyrir orkudrykkinn Clean opnar Macklemore enn frekar á vandann og tilfinningar sínar. Samkvæmt fréttamiðlinum People einkennist bataferli hans á því að koma til dyranna eins og hann er klæddur, vera opinn og hætta að þykjast vera fullkominn. Ekki einungis fyrir framan fullorðna heldur börnin líka. Elsta dóttir hans hefur til að mynda vitað af sjúkdómi föður síns lengi þrátt fyrir ungan aldur.

Macklemore á þrjú börn með eiginkonu sinni, Triciu Davis. Dæturnar tvær, Sloane, 6 ára og Colette, 3 ára og soninn Hugo sem er 6 mánaða.

mbl.is